Aðventutónleikar Sinfóníunnar

Meistarar barokksins

Eldborg

05. des. kl. 19:30

2.600 – 8.200 kr.

Á aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hljóma perlur eftir meistara barokktónlistar frá 17. og 18. öld. Jean-Baptiste Lully var hirðtónskáld Loðvíks XIV og átti stóran þátt í að skapa hina tignarlegu frönsku barokkóperu.

Á síðari hluta tónleikanna hljóma verk eftir tvo Þjóðverja. Hljómsveitarsvítur Bachs eru dáðar um víða veröld. Georg Philipp Telemann var að mestu sjálflærður í tónlist en varð eitt dáðasta tónskáld Þýskalands á 18. öld.

simple-arrow-left simple-arrow-right clock