Barokkbandið Brák

Barokkbandið Brák poster

Norðurljós

17. des. kl. 17:00

3.500 kr.

Finna miða

Barokkbandið Brák hefur getið sér gott orðspor fyrir vandaðan upprunaflutning og tónleikahald í Hörpu og Skálholtskirkju undanfarin tvö ár en hópurinn er með ýmis metnaðarfull verkefni á takteinum næstu misserin. Barokkbandið Brák mun undir stjórn Elfu Rúnar Kristinsdóttur flytja alla Concerti Armonici á einum tónleikum, en þeir hafa ekki verið fluttir í heild sinni áður á Íslandi.