Egill Ólafsson – hátíðartónleikar á jólum

Eldborg

26. des. kl. 17:00

6.900 – 14.900 kr.

HÁFJALLAMÚSÍK Á JÓLUM, er hátíðarheiti tónleika Egils Ólafssonar á annan í jólum, 26. des. n.k. og hefjast þeir kl. 17:00, í Eldborgarsal Hörpu. Þar verður farið um víðar lendur tónlistarinnar.

Meðal laga eru sígildar íslenskar perlur, lög Þursflokksins og eins lög úr smiðju Egils af plötum eins og Tifa tifa, Blátt blátt, Angelus Novus, Vetur og eins eru lög af nýjustu plötu hans; FJALL. Egill ætlar einnig að flytja sígræn lög sem eiga það sameiginlegt að hafa fylgt honum gegnum árin, mótað hann og breytt lífi hans. Öll tónlistin er íklædd hátíðarbúningi í flutningi einvala tólistarmanna og ekki síður kvenna, sem eru líka menn.

simple-arrow-left simple-arrow-right clock