Gloomy Holiday

Gloomy Holiday poster

Silfurberg

27. des. kl. 13:00

9.990 kr.

Finna miða

Gloomy Holiday eru glæsilegir en lágstemmdir hátíðartónleikar fyrir fólk sem er orðið þreytt á hefðbundnum jólalögum. Hugmyndina áttu meðlimir Sigur Rósar, en þeir vildu heyra öll þessi vinsælu jólalög í annars konar, myrkari búningi. Þeir fengu til liðs við sig samstarfsmann til margra ára, Samúel Jón Samúelsson til að stjórna hljómsveitinni. Sammi og Sigur Rós hafa kallað til nokkra stórkostlega söngvara, bæði íslenska og erlenda, til að búa til fallegar, lítillátar ábreiður fyrir okkar mikilfenglegu hátíðarlög. Gloomy Holiday er hluti af Norður og niður, listahátíð í Hörpu.