Ítalskir konsertar

Kammersveit Reykjavíkur

Ítalskir konsertar poster

Norðurljós

10. des. kl. 17:00

3.500 kr.

Finna miða

Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur eru að þessu sinni helgaðir ítalskri barokktónlist. Einleikarar koma úr röðum sveitarinnar en einnig verður lútuleikarinn Arngeir Heiðar Hauksson sérstakur gestur. Á tónleikunum leikur Kammersveitin hina þekktu jólakonserta Corellis og Manfredinis en auk þeirra eru á efnisskrá einleikskonsertar eftir Vivaldi og Brescianello.