Jólatónleikar Sinfóníunnar

Jólatónleikar Sinfóníunnar poster

Eldborg

16. des. kl. 14:00

16. des. kl. 16:00

17. des. kl. 14:00

17. des. kl. 16:00

2.500 – 2.900 kr.

Finna miða

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa um árabil notið gífurlegra vinsælda meðal hlustenda á öllum aldri. Á þessum hátíðlegu fjölskyldutónleikum eru sígildar jólaperlur í bland við klassísk jólaævintýri og grípandi hljómsveitartónlist allsráðandi.

Kynnir tónleikanna, trúðurinn Barbara, lætur heldur ekki sitt eftir liggja. Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytur jólalög fyrir og eftir tónleikana.