Nú get ég – tónleikhús

Tónleikhús Töfrahurðar fyrir alla fjölskylduna

Kaldalón

09. des. kl. 13:00

1.500 kr.

„Nú get ég” er tónleikhús fyrir alla fjölskylduna þar sem sagan frá því að Ísland varð fullvalda er skoðuð á gamansaman hátt, auk þess sem reynt er að svara spurningunni hvað það þýðir að vera fullvalda þjóð.

Verkið, sem er fyrir söngkonu og djasssveit, er ritað af Karli Ágústi Úlfssyni í kringum nýja söngtexta eftir Þórarin Eldjárn. Elín Gunnlaugsdóttir hefur samið létta og skemmtilega tónlist við textana sem byggir að hluta á íslenskri tónlist fullveldistímans. Ólafía Hrönn Jónsdóttir, syngur og leikur um leið og hún leiðir áheyrendur á sinn einstaka hátt í gegnum þau hundrað ár sem eru liðin frá því Ísland varð fullvalda. Leikstjóri verksins er Ingrid Jónsdóttir og myndir eru eftir Heiðu Rafnsdóttur.

simple-arrow-left simple-arrow-right clock