Síðasti bærinn í dalnum: bíótónleikar

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Eldborg

11. des. kl. 19:30

2.500 – 6.500 kr.

Síðasti bærinn í dalnum er tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu. Þessi fyrsta leikna kvikmynd Óskars Gíslasonar var frumsýnd árið 1950 og naut fádæma vinsælda. Tónlistina samdi Jórunn Viðar og var þetta fyrsta kvikmyndatónlist sem samin var á Íslandi við mynd í fullri lengd. Í tilefni af aldarafmæli Jórunnar, sem fæddist 7. desember 1918, verður myndin flutt við lifandi hljóðfæraleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Nóturnar að tónlist Jórunnar voru lengi týndar en Þórður Magnússon tónskáld hefur skrifað tónlistina upp eftir myndinni og útbúið til flutnings.

simple-arrow-left simple-arrow-right clock